Vöruskiptin hagstæð um 7,8 milljarða í janúar

Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 42,3 milljarða króna og inn fyrir 34,5 milljarða króna fob (tæpa 37,1 milljarð króna cif). Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um tæpa 7,8 milljarða króna. Verðmæti vöruútflutnings var 21,8% meira en í janúar 2010 og verðmæti vöruinnflutnings var 17,0% meira á föstu gengi¹ frá sama tíma. Í janúar 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 5,2 milljarða króna á sama gengi¹.(Hagstofan)

Þetta eru góðar tölur.Útflutningur heldur áfram að þróast vel og gefur góðan vonir um að við komumst fljótt út úr kreppunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband