Eldri borgarar krefjast leiðréttingar á kjörum sínum

Félag eldri borgara í Reykjavík hélt aðalfund sinn fyrir skömmu.Á fundinum voru samþykktar ítarlegar  ályktanir um kjaramál. Eftirfarandi var samþykkt: FEB krefst þess,að lífeyrir eldri borgara verði leiðréttur strax til samræmis við þær hækkanir,sem láglaunafólk hefur fengið á kaupi sínu sl. rúm 2 ár eða um 16%.

Það verður að ætla,að ríkisstjórnin taki tillit til þessarar kröfu Félags eldri borgara í Reykjavík.Viðræður um nýja kjarasamninga standa yfir.Eðlilegt er,að eldri borgarar fái jafnmikla hækkun á sínum launum og launþegar fá á sínu kaupi.En auk þess þurfa þeir að fá leiðréttinga vegna kauphækkana láglaunafólks sl. 2 ár.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Björgvin.

  Það er eins og eldriborgarar hafi verið jarðaðir- fyrir andlátið.

Eg komst því miður ekki á fundinn-  en er ekki kominn tími til þar sem við erum ekki orðuð lengur sem fólk að kæra meðferðina til Alþjóðadómstóls ?

 kv.

Erla

Erla Magna Alexandersdóttir, 5.3.2011 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband