Ríkisstjórnin hefur fjarlægst norrænt velferðarkerfi

Hvernig hefur ríkisstjórn Samfylkingar og VG gengið að framfylgja stefnumálum sínum frá síðustu kosningum?Stærstu stefnumálin voru fyrningarleiðin,sem fara átti í sjávarútvegsmálum og velferðarmálin en ríkiisstjórnin lofaði því að koma hér á norrænu velferðarkerfi.Það er skemmst frá því að segja, að ríkisstjórninni hefur gengið illa að framkvæma þessi tvö stærstu stefnumál  sín.Allir vita hvernig staðan er varðandi fyrningarleiðina.Allt bendir til,að það verði hreinlega svikið að fara fyrningarleiðina og að farin verði leið,sem festir í sessi  það kerfi,að nokkrir kvótakóngar geti valsað með veiðiheimildirnar um ókomna tíð.Það er jafnvel talað um að sægreifarnir fái veiðiheimildirnar á leigu til margra áratuga. Það væri afturför frá núverandi kerfi og alger svik á kosningaloforðinu um fyrningarleiðina.Varðandi norræna velferðarkerfið býst ég við að ríkisstjórnin hafi fullan hug á því að koma því á. En fram til þessa hefur ríkisstjórnin verið að fjarlægjast norræna velferðarkerfið. Tekjutengingar hafa verið auknar en ekki dregið úr þeim eins  og gera þarf ef nálgast á norræna velferðarkerfið.Ef taka á upp norræna velferðarkerfið þarf að drega verulega úr tekjutengingum í almannatryggingum og hækka myndarlega lífeyri aldraðra og öryrkja.

Reynt hefur verið að verja heilbrigðiskerfið og menntakerfið og það er vel. Íslandi hefur einnig tekist þrátt fyrir kreppu að greiða nokkuð myndarlegar atvinnuleysisbætur í því mikla atvinnuleysi,sem verið hefur enda þótt bætur á mann séu lágar.Best hefur ríkisstjórninni þó tekist í endurreisn efnahagslífsins og í skattamálum. Endurreisn bankanna hefur tekist vel,vextir hafa stórlækkað og verðbólgan er nánast horfin.Tekist hefur að stórminnka halla ríkissjóðs og stefnan í skattamálum hefur verið hagstæð láglaunafólki. Skattar hafa verið hækkaðir á hálaunafólki en lækkaðir á láglaunamönnum.Það er vissulega í anda  jafnaðarstefnu. En betur má ef duga skal.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband