Sunnudagur, 6. mars 2011
Icesave: Of mikið gert úr gengisáhættu
Í nýju Icesave samningunum sem þjóðin kýs um níunda apríl eru tilteknir þrír meginþættir sem áhrif geta haft á þá upphæð sem íslenska ríkið þarf að greiða hollenskum og breskum innistæðueigendum. Einn þeirra er áhætta vegna gengisbreytinga. Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, segir of mikið gert úr gengisáhættunni í umræðunni, aðrir áhættuþættir vegi þyngra. Mér finnst kannski fullmikið gert úr því. Raungengi krónunnar er mjög lágt, langt undir langtímameðaltali núna. það er erfitt að sjá fyrir sér að það veikist mikið til langframa að minnsta kosti," segir Friðrik.
Friðrik segir að þar fyrir utan byggist greiðslugeta landsins á útflutningstekjum. Þegar skuldbindingar séu í erlendum gjaldmiðli líkt og í Icesave og tekjurnar einnig sé komin svokölluð náttúruleg gengisvörn sem takmarki mjög áhættuna. Friðrik segir aðra áhættuþætti vega þyngra þegar komi að því að meta nýju Icesave samningana - endurheimtur í þrotabúið og hvenær greiðslur þaðan berist, séu meðal þeirra. Hugsanlega mætti bæta einum þætti við það, sem eru neyðarlögin og hvort þau standast. Auðvitað þarf að upplýsa um þessa áhættuþætti, sumt af því er svona lögfræðilegt og ég treysti mér ekki til að leggja mat á það. Að minnsta kosti varðandi heimturnar þá lítur út fyrir að horfur um endurheimturnar fari batnandi," segir Friðrik.
Nýtt mat á þrotabúi Landsbankans verður kynnt á morgun en þá kemur nánar í ljós hverjar heimturnar í búið eru.(ruv.is)
Ég tek undir með Friðrik.Það er alltof mikið gert úr gengisáhættu. Gylfi Magnússson dósent við Háskóla Íslands er sammmála Friðrik. Hann bendir einnig á,að ef svo ólíklega færi að gengið féll mundu útflutningstekjur okkar stóraukast við það. En hann telur litlar líkur á,að krónan veikist meira.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.