Sunnudagur, 6. mars 2011
Greiðslur úr lífeyrissjóði skerði ekki grunnlífeyri
Á aðalfundi FEB í Reykjavík var samþykkt að greiðslur úr lífeyrissjóði ættu ekki að skerða grunnlífeyri eldri borgara.Minnt var á,að þegar almannatryggingar voru stofnaðar 1946 var því lýst yfir af stjórnvöldum,að almannatryggingar ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar og efnahags.Eldri borgarar hafa greitt til almannatrygginga alla ævi með sköttum sínum og þeir hafa greitt í lífeyrissjóð.Það er þess vegna ekki réttlátt að rífa af þeim grunnlífeyrinn frá almannatryggingum og skerða verulega greiðslur úr lífeyrissjóði þegar þeir eiga að njóta þessara eftirlauna í ellinni.1.júlí 2009 skerti ríkisstjórnin kjör aldraðra,m.a. með auknum tekjutengingum og þá var m.a. ákveðið að greiðslur úr lífeyrissjóði skyldu skerða grunnlífeyri en það var ekki gert áður. Aðalfundur FEB samþykkti að þessa kjaraskerðingu yrði að afturkalla. Undir það tek ég.
BJörgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.