Bændur andvígir aðild að ESB

Níutíu og tvö prósent íslenskra bænda eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í ræðu Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtakanna á Búnaðarþingi sem nú stendur yfir í Bændahöllinni. Vísar Haraldur í nýlega skoðanakönnun þar sem hringt var í rúmlega tíu prósent félaga í Bændasamtökunum.

Haraldur sagði andstöðu bænda sterka og að það hafi komið fram í umræðum á bændafundum síðastliðins hausts. Þar hafi Bændasamtökin verið skömmuð fyrir slaklega framgöngu við að berjast gegn aðild að Evrópusambandinu. Viljinn til að verja sjálfstæði þjóðarinnar og full yfirráð yfir hagsmunum sínum væri kjarninn í afstöðu bænda gegn sambandinu.(ruv.is)

Íslenskir bændur ættu að kynna sér  stöðu bænda í Svíþjóð og Finnlandi eftir aðild að ESB. Svíþjóð og Finnland fengu svo góða samninga við ESB  á sviði landbúnaðar að staða bænda batnaði í þessum löndum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ágæti Björgvin,

Hvað heldurðu að Bændasamtökin og bændur hafi verið að gera á undanförnum árum en einmitt að vera að skoða stöðu bænda í Svíþjóð og Finnlandi, og viðar. Þessi fullyrðing þín hér að ofan er einfaldlega röng að staða bænda hafi batnað við aðild í þessum löndum. Í þessu sambandi þarf að skoða stöðu bænda í bráð og lengd, ekki aðeins á fyrstu mánuðum og árum aðildar, þegar aðlögun er í gangi, til að færa framleiðsluna frá jaðarsvæðum til kjarnans, þar sem fjöldaframleiðsla drepur af sér fjölskyldubú og lífræna ræktun.

Jón Baldur Lorange, 6.3.2011 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband