Mánudagur, 7. mars 2011
Orðspor Íslands erlendis hefur batnað
Fjármálaráðherra,Steingrímur J.Sigfússson, var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi í gær.Ræddu þeir viðreisn efnahagslífsins vítt og breitt.Steingrímur sagði,að fyrstu misserin,sem hann hefði verið í embætti hefði algengasta spurningin frá erlendum embættismönnum og stjórnmálamönnum verið:Verður Ísland gjaldþrota. Hann sagðist ekki hafa heyrt þessa spurningu í meira en eitt ár. Það segði sína sögu. Ísland væri ekki lengur í hópi þeirra þjóða,þar sem mest hætta væri á þjóðargjaldþroti. Staða Íslands hefði batnað mikið og orðspor Íslands erlendis jafnframt.Um leið og Ísland hefði leyst Icesave deiluna gæti Ísland farið að selja skuldabréf á erlendum mörkuðum og staðan mundi gerbreytast Íslandi í vil.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.