Mánudagur, 7. mars 2011
Sameining SpKef og Landsbankans gengin í gildi
Útibú Spkef og Landsbankans verða sameinuð á fjórum stöðum, í Reykjanesbæ, Grindavík, Ólafsvík og Ísafirði. Á þessum stöðum eru útibú beggja stofnana. Þetta kom á fram á fundi með starfsmönnum Spkef sem haldinn var í Stapa í Njarðvík í morgun.
Rekstur SpKef og Landsbankans var sameinaður klukkan hálf níu. Frá og með þeim tíma urðu allir starfsmenn SpKef starfsmenn Landsbankans og Landsbankinn yfirtók frá sama tíma allar eignir og skuldir SpKef.Fundur með starfsfólki SpKef á Suðurnesjum hófst klukkan átta í Stapa í Njarðvík. Fjármálaráðherra og bankastjóri Landsbankans hafa boðað til fréttamannafundar klukkan 10 á sama stað. 150 manns starfa hjá SpKef, en sjóðurinn rekur 16 útibú á Suðurnesjum, Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Vesturlandi.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.