Mánudagur, 7. mars 2011
Hjúkrunarrýmum fækkar um 44 milli ára.Seilst í fé framkvæmdasjóðs!
Hjúkrunarrýmum á landinu öllu hefur fækkað um 44 á milli áranna 2010-2011.Alls hefur hjúkrunarrýmum fækkað um 76 á þessu tímabili en á móti kemur fjölgun um 32 rými.Mest er fækkunin á Hrafnistu eða um 17 rými,á Siglufirði fækkar um 7 rými og á Grund um 6.
Þessi þróun gengur í berhögg við stefnu Samfylkingarinnar um að fjölga hjúkrunarrýmum.Ríkisstjórn Geirs H.Haarde var með það í stefnuskrá sinni að fjölga ætti hjúkrunarrýmum um 400. Það var Samfylkingin sem kom þessu atriði inn í stefnuskrána.Samfylkingin hefði átt að hafa þetta stefnumál í huga þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að fækka hjúkrunarrýmum. Niðurskurður á framlögum til heilbrigðismála bitnar á hjúkrunarrýmum.Til viðbótar má nefna,að velferðarráðherra greip til þess ráðs að seilast í framkvæmdafé til byggingar hjúkrunarheimila,þ.e, fé framkvæmasjóðs og notaði það í rekstur sjúkrastofnana.Þetta er algerlega óheimilt enda leggja skattborgarar fé í framkvæmdasjóð til byggingar hjúkrunarheimila en ekki til reksturs sjúkrastofnana.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.