Kaupmáttur hefur minnkað mikið

Kaupmáttur félaga í BHM minnkaði um 7% á tímabilinu 2006-sept 2010.Enn meiri samdráttur var hjá þeim félagsmönnum BHM,sem vinna hjá ríkinu eða um 9,3%( hlunnindi felld niður).Á umræddu tímabili minnkaði kaupmáttur á almennum vinnumarkaði um 5,9%.Lágklaunafólk á almennum vinnumarkaði gat þó varið kaupmátt sinn,þar eð  það fékk kauphækkanir á móti.Lífeyrisþegar,aldraðir og öryrkjar hafa mátt þola kaupmáttarskerðingu eins og þorri launþega.Eðlilegt hefði verið að lífeyrisþegar fengju samsvarandi hækkun á lífeyri sínum eins og nam hækkun á kaupi láglaunafólks.Þorri lífeyrisþega er í hópi láglaunafólks. En lífeyrisþegar fengu enga hækkun á tímabilinu  jan.2009- des.2010

 

Björgvin  Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband