Laun bankastjóra í Arion banka og Íslandsbanka: Ruglið byrjað aftur

Laun bankastjóra í Arion banka og Íslandsbanka sæta harðri gagnrýni.Laun bankastjóra Arion banka eru 4,3 millj. kr. á mánuði en laun bankastjóra Íslandsbanka 2,6 millj. kr. á mánuði.Það er furðulegt,að þetta skuli gerast á tímum kreppu og samdráttar  í íslensku þjóðfélagi.Það var ákveðið þegar kreppan skall á,að enginn skyldi hafa hærri laun en forsætisráðherra.Laun umræddra bankastjóra eru margföld  laun forsætisráðherra. Það lýsir dómgreindarskorti umræddra bankastjóra að taka svo há laun þegar mörg þúsund manns eru atvinnulaus og þorri fólks hefur mjög lág laun.Lilja Mósesdóttir þingmaður VG vill,að ofurlaunin verði skattlögð með 60-70 % skatti (á laun yfir 1 milljón).Ég styð það. Það á ekki að líða nein ofurlaun í okkar þjóðfélagi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband