Þriðjudagur, 8. mars 2011
Landsframleiðsla dróst saman um 3,5% sl. ár miðað við 6,9% árið 2009
Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 3,5% á árinu 2010 samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands. Þetta er verulega minni samdráttur en árið 2009 þegar hann nam 6,9%. Samdrátturinn síðastliðin tvö ár kemur í kjölfar samfellds hagvaxtar frá og með árinu 1993.
Samdráttur þjóðarútgjalda á árinu 2010 varð nokkru minni en samdráttur landsframleiðslu, eða 2,5%. Samdráttur varð í öllum þáttum þjóðarútgjalda, einkaneysla dróst saman um 0,2%, samneysla um 3,2% og fjárfesting um 8,1%. Aftur á móti jókst útflutningur um 1,1% og innflutningur um 3,9%. Þrátt fyrir þessa þróun er verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu 2010, eða 162 milljarðar króna. (Hagstofan).
Þessi samdráttur landsframleiðslu er í samræmi við það,sem spáð hafði verið.Samdráttur minnkar verulega frá árinu 2009.Í ár er reiknað með nokkrum hagvexti.Við erum smátt og smátt að ná okkur upp úr kreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.