Taka sér ofurlaun og hunsa alþingi!

Bankastjórar Arion banka og Íslandsbanka mættu ekki á fund viðskiptanefndar sem þeir höfðu verið boðaðir á í morgun.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í viðskiptanefnd segir það ekki ganga upp, að bankarnir skili nú tugmilljarða hagnaði, sambærilegum þeim sem var fyrir hrun- og greiði bankastjórum ofurlaun. Á sama tíma sligist heimili og fyrirtæki undan afborgunum af lánum sínum.  Bankarnir njóti ríkisábyrgðar sem þeir verði að virða og komast til móts við.

Ársreikningar bankana, hagnaður þeirra og launahækkanir bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka voru ræddar á fundi nefndarinnar í morgun. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka voru boðuð á fundinn en mættu ekki.

Guðlaugur Þór segir fulltrúa bankanna sem mættu á fundinn hafa skýrt hinn mikla hagnað með því að nú hafi lánasöfn bankanna veirð endurmetin. Hagnaður Arion banka á síðasta ári nam tæpum 13 milljörum og hagnaður Íslandsbanka var um 30 milljarðar króna.

Viðskiptanefnd kemur aftur saman í fyrramálið þar sem málið verður rætt enn frekar og vonast nefndarmenn til þess að bankastjórarnir mæti.(ruv.is)

Framkoma bankastjóranna við alþingi er óafsakanleg.Það er ljóst,að bankastjórar Arion banka og Íslandsbanka telja sig geta farið sínu fram og ekki þurfa að taka tillit til álits forsætisráðherra eða formanns  viðskiptanefndar alþingis.Það er eðlilegt svar við þessu framferði,að skattleggja ofurlaunin með hátekjuskatti,þ.e. að skattleggja með 60-70 % skatti það sem er umfram eina milljón.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Björgvin,

Það er fyrst og fremst í hlutveki hluthafa og viðskiptmanna bankans að stoppa svona rugl. Að beita skattkerfiinu er of langt gengið. Núverandi skattkerfi hefur þegar sett allt of mikinn doða í hagkerfið og fælir frá fjárfestingu og hæfa einstaklinga sem mikil eftirspurn er eftir svo sem sérfræðilækna. Það er hins vegar ekki mikil eftitspurn eftir íslenskum bankamönnum.


Skal ég glaður taka þátt í áhlupi á Arion ef þeir láta ekki af þessu rugli. Nú vantar samstöðu viðskiptamanna bankans. Það bráðvantar hagsmunasamtök viðskiptamanna sem snúa svona vitleysu niður samstundis.

Þröstur Jónsson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband