Landsdómur kom saman í dag

Hvorki verjandi Geirs Haarde né saksóknari Alþingis gera athugasemdir við hæfi þeirra dómara sem skipaðir eru í landsdóm. Landsdómur kom saman í dag vegna deilu um aðgang að upplýsingum úr Þjóðskjalasafni. Í tengslum við það deilumál hafði Héraðsdómur synjað Andra Árnasyni, lögmanni Geirs, um aðild að málinu á rannsóknarstigi. Úrskurðinum var vísað til landsdóms, en dómurinn vísaði málinu frá í dag. Nú á eftir að flytja kröfu saksóknara Alþingis um aðgang að tölvupóstsamskiptum Geirs meðan hann var forsætisráðherra.(visir.is)

Þessi málaferli gegn Geir H.Haarde fyrir landsdómi eru alger skrípaleikur.Geir hefur ekkert það brotið af sér sem réttlætir að hann sé dreginn fyrir landsdóm.Meðal ákæruefna gegn   Geir var tíundað,að hann hefði ekki haldið ríkisstjórnarfund um ákveðið mál. Einnig að hann hefði ekki séð til þess að útibúin um Icesave yrðu sett í dótturfyrirtæki. Það sjá allir,að það var ekki í hans verkahring.
Það eru margir fyrrverandi ráðherrar og stjórnmálamenn sem áttu mikið meiri sök á hruninu en Geir.Þeir hafa ekki verið sakfelldir.Þess vegna er þetta skrípaleikur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband