Verkalýðshreyfingin styður kjarabaráttu aldraðra

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir svo m.a.:
Samtök aldraðra hafa undanfarin ár fjallað mikið um það hvernig  unnt væri að ná eyrum stjórnenda landsins.Gerðar hafa verið ályktanir um kjaramál,mótmælt hefur verið kjaraskerðingu aldraðra af hálfu stjórnvalda  og rætt við ráðherra en allt hefur komið fyrir ekki.Ályktunum  Landssambands eldri borgara hefur verið stungið undir stól.Ráðamenn landsins hafa ekkert gert með ályktanir eldri borgara enda þótt því hafi verið heitið að haft yrði samráð við hagsmunasamtök um aðgerðir  í ríkisfjármálum.Af þessum sökum ákváðu Félag eldri borgara í Reykjavík og Landssamband eldri borgara að snúa  sér til verkalýðshreyfingarinnar og biðja hana að taka upp kjaramál eldri borgara í væntanlegum kjarasamningum.Félag eldri borgara í Reykjavík gerði út sendinefnd á fund verkalýðsfélaga í Reykjavík til þess að ræða kjaramálin og kjaranefnd Landssambands eldri borgara  gekk á fund Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ til þess að ræða þetta sama mál.Gylfi Arnbjörnsson var strax mjög jákvæður í málinu enda hefur verkalýðshreyfingin gegnum árin gætt hagsmuna eldri borgara í kjaramálum
ASÍ kynnti kjarakröfur sínar fyrir ríkisstjórninni  12.janúar sl. Þar er mörgum mikilvægum kjaramálum hreyft.En það sem vekur einkum athygli eldri borgara er, að ASÍ segir,að  lífeyrir aldraðra og öryrkja verði að hækka í samræmi við hækkun lægstu launa. Einnig vill ASÍ að sett verði nýtt frítekjumark tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði.Hér hefur ASÍ tekið upp tvær mjög mikilvægar kröfur eldri borgara.Og ég á von á því að ASÍ muni knýja þessar kröfur fram.Það var lengi svo,að lífeyrir hækkaði sjálfvirkt þegar lágmarkslaun hækkuðu.Þegar það var afnumið var sett í lög,að taka  ætti mið af breytingum á verðlagi og kaupgjaldi við breytingar á lífeyri aldraðra.Eftir þessu lagaákvæði hefur ekki verið farið í rúm 2 ár.Verðlagsbætur voru greiddar á lífeyri um áramótin 2008/2009.Þeir lífeyrisþegar,sem voru á strípuðum bótum fengu  þá  fullar verðlagsbætur en hinir fengu aðeins hálfar verðlagsbætur.Eftir þetta var lífeyrir aldraðra og öryrkja frystur.Síðan hefur lífeyrir verið að rýrna að raungildi til, þar eð verðbólga hefur verið talsverð en engar verðlagsbætur verið greiddar.Á þessu tímabili hefur kaup láglaunafólks hækkað um 16%.Lífeyrir hefði að sjálfsögðu átt að hækka samsvarandi en svo varð ekki.Lífeyrisþegar máttu sæta kjaraskerðingu á sama tíma og launþegar á lágum launum fengu verulega kauphækkun.
Reikna má með því,að samið verði um talsverðar kauphækkanir í þeim samningaviðræðum um kaup og kjör,sem nú standa yfir. Einstök verkalýðsfélög hafa krafist 200 þús. kr. mánaðarlauna.Það er umtalsverð kauphækkun.ASÍ leggur áherslu,að kaupmáttur aukist.Ekki er nóg að fá hækkun í krónutölu.Lífeyrir aldraðra og öryrkja mun væntanlega hækka samsvarandi þeim launahækkunum,sem samið verður um. Ekki er áfram unnt að skilja lífeyrirþega eftir, þegar samið er um kauphækkanir fyrir launþega.Lífeyrir aldraðra og öryrkja er ígildi launa.Þegar laun hækka á lífeyrir að hækka.
Núverandi ríkisstjórn hefur haft þann hátt á,að  frysta lífeyri aldraðra og öryrkja  og einungis hækkað allra lægsta lífeyri ,ef eitthvað hefur verið hækkað.Þannig voru um sl. áramót aðeins hækkaðar lágmarksframfærsluuppbætur aldraðra og öryrkja.Með þessari aðferð hækkar ríkisstjórnin aðeins lífeyri hjá mjög fáum,þar eð aðeins mjög lítill hópur ellilífeyrisþega nýtur lágmarksframfærsluppbótar. Hækkunin um áramót var einnig mjög lítil eða aðeins 2,3%.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband