Miðvikudagur, 9. mars 2011
Gallup:63% vilja samþykkja Icesave
Spurt var - hvernig myndir þú kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um lög um ríkisábyrgð vegna Icesave skuldbindinga. Alls tóku sjötíu og þrjú prósent aðspurðra afstöðu, tuttugu og tvö prósent tóku ekki afstöðu og fimm prósent vissu ekki hvort þau ætluðu á kjörstað.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust sextíu og þrjú prósent ætla að kjósa MEÐ lögunum. Þrjátíu og fjögur prósent sögðust ætla að kjósa á móti lögunum og þrjú prósent ætluðu að skila auðu.
Þeir sem eldri eru segjast frekar ætla að kjósa með lögunum en þeir sem yngri eru. Áttatíu og átta prósent þeirra sem styðja ríkisstjórnina segjast ætla að kjósa MEÐ lögunum en fjörutíu og sex prósent þeirra sem styðja hana ekki.
Flestir telja að það hefði slæm áhrif á efnahagsumbætur á Íslandi ef lögin yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, eða sextíu og eitt prósent þeirra sem tóku afstöðu. Þrjátíu og tvö prósent telja að það hefði mjög slæm áhrif, tuttugu og níu prósent telja að það hefði frekar slæm áhrif, tuttugu og eitt prósent að það hefði hvorki góð né slæm áhrif. Níu prósent telja að það hefði frekar góð áhrif og níu prósent að það hefði mjög góð áhrif.
Þrátt fyrir að meirihluti aðspurðra ætli að kjósa með lögunum eru fimmtíu og þrjú prósent sammála þeirri ákvörðun forsetans að staðfesta ekki lögin, og vísa þeim til þjóðarinnar. Átta prósent segjast hvorki sammála né ósammála, og þrjátíu og níu prósent eru ósammála ákvörðun forsetans.
Könnunin var gerð á netinu dagana 23. febrúar til 2. mars. Svarhlutfall var 58,4% og úrtakið tólfhundruð sjötíu og níu manns.(ruv.is)
Nokkur hætta er á því,að einhverjir stuðningsmenn samkomulagsins telji úrslitin svo örugg,að þeir þurfi ekki að mæta á kjörstað.Slíkt viðhorf er háskalegt.Nauðsynlegt er,að allir mæti á kjörstað,bæði stuðningsmenn og andstæðingar. Könnun er aðeins könnun en það eru kosningarnar sjálfar,sem gilda.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.