Föstudagur, 11. mars 2011
Glæpsamlegt athæfi kortafyrirtækjanna
Kortafyrirtækin,Visa og Eurocard, urðu uppvís að því að hafa haft með sér ólögmætt markaðssamráð fyrir mörgum árum í því skyni að skipta markaðnum á milli sín og halda nýjum aðila utan markaðarins.Voru fyrirtækin sektuð um háar fjárhæðir vegna þessara atbrota.En það furðulega gerðist,að Samkeppniseftirlitið upplýsti almenning ekki um þessi afbrot kortafyrirtækjanna,a.m.k. ekki á þann hátt,sem gert var í kastljósi Sjónarpsins í fyrrakvöld en þar voru afbrot fyrirtækjanna tíunduð rækilega og jafnvel birtar glefsur úr tölvupóstsamskiptum forstjóra fyrirtækjanna en þar kom það skýrt fram,að forstjórunum var ljóst,að þeir voru að aðhafast nokkuð,sem ekki var heimilt,þar eð þeir óskuðu alltaf eftir að skeytunum yrði eytt,þegar búiuð væri að lesa þau.
Samráð kortafyrirtækjanna var alvarlegt afbrot.Með samráðinu var verið að hlunnfara neytendur,hafa af þeim fjármuni,þar eð komið var í veg fyrir eðlilega samkeppni.Eðli afbrotanna var svipað og markaðssamráð olíufélaganna og grænmetisframleiðenda.Það virðist vera mikið um samráð stórra fyrirtækja á markaðnum.Nú síðast var Samkeppniseftirlitið að rannsaka hugsanlegt markaðsamráð Byko og Húsasmiðjunnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.