Afkoma ríkissjóðs betri en 2009

Út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um fjármál hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2010. Í þeim ársfjórðungi var tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 31 milljarð króna eða sem nemur 8% af áætlaðri landsframleiðslu ársfjórðungsins og 19% af tekjum þess. Á sama tíma 2009 var tekjuafkoman neikvæð um 43 milljarða króna eða 11,2% af landsframleiðslu. Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um ríflega 97 milljarða króna árið 2010 eða 6,3% af landsframleiðslu, en til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 149 milljarða króna árið 2009 eða 10,0% af landsframleiðslu.(Hagstofan)

Enda þótt afkoma ríkissjóðs sé enn slæm er hún betri en 2009 og þokast í rétta átt. Það hefur tekist að minnka ríkishallann mikið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband