Ástandið betra hér en á Írlandi

Gylfi Magnússon dósent í hagfræði og fyrrverandi ráðherra var gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils í dag.Hann gerði samanburð á efnahagsástandinu á Islandi og Írlandi.Niðurstaða hans var sú,að ástandið væri talsvert betra hér en þar.Írar fóru þá leið við að aðstoða bankana að láta ríkið styrkja þá með fjárframlögum eða með því að ríkið tæki  þá yfir.Þetta hefur reynst gífurlega kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð Írlands. Okkar leið sem farin var með setningu neyðarlaganna er mun ódýrari fyrir ríkissjóð Íslands. Samkvæmt neyðarlögunum voru bankarnir látnir fara í þrot og falla á kröfhafa en stofnaðir voru nýir bankar á rústum gömlu bankanna um innlendu starfsemina.Atvinnuástandið er einnig betra hér en á Írlandi enda þótt það sé slæmt hér.

Bæði Írland og Ísland voru fátæk ríki sem náðu sér upp  og voru orðin mjög rík samfélög. En þau eiga bæði í miklum erfiðleikum í dag.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband