Mánudagur, 14. mars 2011
Stjórnlagaráð afgreitt á morgun
Allsherjarnefnd Alþingis afgreiddi í morgun þingályktunartillögu um skipan stjórnlagaráðs í stað stjórnlaganefndar. Búist er við að seinni umræða um tillöguna fari fram á morgun. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins studdu ekki tillöguna.
Þingsályktunartillaga var afgreidd svo til óbreytt úr nefndinni - aðeins voru gerðar minniháttar orðalagsbreytingar að sögn Róberts Marshall formanns allsherjarnefndar, sem hafa ekki mikil áhrif efnislega á tillöguna. Áfram er semsagt gert ráð fyrir að Alþingi skipi tuttugu og fimm manna stjórnlagaráð sem skili tillögum að breytingum á stjórnarskrá. Róbert segir að nefndin hafi farið vel yfir gagnrýni þess efnis að þessi leið brjóti í bága við stjórnarskrá og ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningu til stjórnlagaþings.
"Niðurstaðan er sú að þetta stangist ekki á við stjórnarskrána, það hafa þeir stjórnskipunarfræðingar sagt sem til okkar hafa komið," segir Róbert Marshall.(ruv.is)
Ég tel þetta ágæta lausn eins og málum er komið. Alþingi kýs þá væntanlega þá 25,sem þjóðin kaus til stjórnlagaþings.Sumir segja,að með þessu sé verið að sniðganga hæstarétt. En hafa verið í huga í því sambandi að hæstiréttur var ekki að kveða upp dóm um kosningarnar til stjórnlagaþings heldur að veita álit.Dómarar hæstaréttar voru að afgreiða stjórnsýslukæru en ekki að kveða upp dóm.Alþingi getur því visslega tekið sína ákvörðun um skipan stjórnlagaráðs án þess að taka tillit til álits dómara hæstaréttar varðandi kosningarnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.