Mánudagur, 14. mars 2011
Heildarútgjöld hins opinbera lækkuðu um 2%
Heildarútgjöld hins opinbera 2010 námu 748 milljörðum króna og lækkuðu um 2% milli ára, eða úr 51,0% af landsframleiðslu 2009 í 48,6% 2010. Þar af runnu 405 milljarðar króna til þriggja stærstu útgjaldaflokka hins opinbera heilbrigðismála, fræðslumála, almannatrygginga og velferðarmála eða 26,3% af landsframleiðslu.
Heildarútgjöld til heilbrigðismála námu 143,5 milljörðum króna 2010, eða 9,3% af landsframleiðslu. Þar af var hlutur hins opinbera 115,6 milljarðar króna en hlutur heimila um 28 milljarðar eða 19,5%. Á mann námu heilbrigðisútgjöld hins opinbera 364 þúsund krónum og lækkuðu um 22 þúsund krónur frá 2009. 15,5% heildarútgjalda hins opinbera runnu til heilbrigðismála. Til fræðslumála var ráðstafað 132 milljörðum króna 2010, eða 8,6% af landsframleiðslu. Þar af var fjármögnun hins opinbera rúmlega 120 milljarðar króna og hlutur heimilanna 11,5 milljarðar króna, eða 8,7%. Um 16,1% heildarútgjalda hins opinbera rann til fræðslumála. Til almannatrygginga og velferðarmála ráðstafaði hið opinbera 169 milljörðum króna 2010, eða 11% af landsframleiðslu (22,6% heildarútgjalda)(Hagstofan)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.