Áhugaverð ævisaga Gunnars Thoroddsen

Ég var að ljúka við að lesa ævisögu Gunnars Thorodden.Þetta er mikil bók,650 blaðsíður,og fulllöng fyrir minn smekk.En bókin er áhugaverð og skemmtileg á köflum, Höfundur er Guðni Th. Jóhannesson,sagnfræðingur.Gunnar var mjög merkur stjórnmálamaður,hæfileikaríkur og skemmtilegur.Hann var mjög góður ræðumaður  og hafði marga kosti fyrir stjórnmálaþátttöku. Hann var mjög metnaðargjarn og það undrar mig eftir lestur bókarinnar hvað hann var hégómlegur og lagði mikla áherslu á,að komast í fremstu röð.Að vísu er hæfilegur metnaður nauðsynlegur hverjum stjórnmálamanni en Gunnar skrifaði í dagbók sína ýmis markmið sem hann stefndi að í stjórnmálunum og þar kennir margra grasa. Stærsta markmið Gunnars var að verða forsætisráðherra (að vísu bauð hann sig einnig fram til forseta).Þessu markamiði náði hann að lokum 1980 þegar hann myndaði stjórn með Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu.Til þess að ná þessu markmiði þurfti hann að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn.Hann myndaði stjórnina í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn.Þingflokkurinn lagðist gegn stjórnarmynduninni. Geir Hallgrímsson var  þá formaður.En Gunnari fylgdu að málum nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins,Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson,sem urðu ráðherrar í stjórn Gunnars og Eggert Haukdal,sem varð formaður Byggðastofnunar.Svo og Albert Guðmundsson,sem lofaði að verja stjórnina vantrausti. Stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen var hápunturinn á stjórnmálaferli hans.

Ég kynntist Gunnari lítilllega og líkaði vel við hann.Skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1970 bauð hann mér heim til sín til þess að ræða stjórnmál. Ekki vissi ég nákvæmlega hvað vakti fyrir honum með þessum fundi.Við ræddum stjórnmál fram og aftur og væntanlegar kosningar. En Gunnar bar aldrei upp neitt erindi.Ég hef grun um, að Gunnar hafi haft það í huga að verða borgarstjóri, ef Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann.En ekki minntist hann á það.Það kom ekki til greina af hálfu Alþýðuflokksins að styðja Gunnar til embættis borgarstjóra enda þótt margir í Alþýðuflokknum hafi haft góðar taugar til Gunnars.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband