Þriðjudagur, 15. mars 2011
Jóhanna boðar aðgerðir,sem skapa eigi 2200 ársverk
Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins ræddi stöðu atvinnumála við forsætisráðherra á Alþingi í dag. Hún gagnrýndi atvinnu- og skattastefnu ríkisstjórnarinnar og sagði skattpíningu hennar bitna á venjulegu fólki.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði tvo stóra áhættuþætti steðja að samfélaginu en það væru kjarasamningar og Icesave samningar. En hún boðaði aðgerðir: Ef litið væri til þeirra framkvæmda sem væru í undirbúningi og ef sátt næðist um framkvæmd þeirra, svo sem í vegamálum, þá yrðu hér fljótlega sköpuð 2200-2300 ársverk og 500-600 bein varanleg störf við framtíðarrekstur, sagði ráðherra. Um væri að ræða aukna afkastagetu álversins í Straumsvík, framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, byggingu kísilmálmverksmiðju í Helguvík, hreinkísilverksmiðju í Grindavík og natríumklóratverksmiðju á Grundartanga.
Forsætisráðherra sagði einnig að vel kæmi til greina að skoða skattabreytingar á fyrirtæki og þá atvinnutryggingagjaldið og hugsanlega skatta á ofurlaun. Nú þyrfti hins vegar bjartsýni en ekki bölsýni stjórnarandstöðunnar sem væri hér allt að drepa.(ruv.is)
Þetta eru góðar fréttir,sem forsætisráðherra flytur hér og vonandi gengur það eftir,að 2200 ársverk verðu sköpuð.Það er ýmislegt í gangi og annað í pípunum en enn þarf að spýta i lófana.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.