Kreppan:Meiri kjaraskerðing eldri borgara en láglaunafólks

Eins og ég hefi margoft bent á hefur núverandi ríkisstjórn haldið lífeyri aldraðra og öryrkja niðri og meira að segja skert lífskjör lífeyrisþega ( 1.júlí 2009) Til þess að réttlæta kjaraskerðingu aldraðra hefur sá áróður verið rekinn,að eldri borgarar og öryrkjar hafi sætt minni kjaraskerðingu  í kreppunni en launþegar á vinnumarkaði.Það stenst ekki.Láglaunafólk hefur fengið 16% kauphækkun  frá ársbyrjun 2009 til ársloka 2010.En á þessu tímabili hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki um eina krónu.Það er því alla vega ljóst,að kjaraskerðing aldraðra er mun meiri en láglaunafólks. Kaupmáttur lífeyris aldraðra og öryrkja hefur minnkað vegna verðhækkana á umræddu tímabili.Einkum hefur hækkun lyfja verið tilfinnanleg.Og lífeyrisþegar fengu ekki neinar hækkanir á lífeyri á umræddu tímabili til þess að vega upp á móti verðhækkunum. Þá er því haldið fram,að kjaraskerðingin 1.júlí 2009 hafi einkum bitnað á tekjuhærri lífeyrisþegum.Það er heldur ekki rétt nema að hluta til. 27780 lífeyrisþegar urðu fyrir kjaraskerðingu vegna skerðingar á tekjutryggingu í júlí 2009.Það er svo stór hópur,að verulegur hluti hans eru tekjulágir lífeyrisþegar.Þá benda talsmenn ríkisstjórnarinnar alltaf á lágmarksframfærslutrygginguna og telja hana allra meina bót. En hún gagnast aðeins mjög fáum lífeyrisþegum.Þorri lífeyrisþega hefur ekkert gagn af henni.

Framkoman við lífeyrisþega er skammarleg.Væntanlega fæst einhver leiðrétting á kjörum þeirra í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga. ASÍ hefur tekið upp kjarakröfur aldraðra í viðræðum við ríkisstjórnina.Krafan er sú,að lífeyrir hækki til samræmis við hækkun launa. En það er ekki nóg.Það þarf einnig að bæta lífeyrisþegum skaðann frá tímabilinu 2009-2010.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband