Fimmtudagur, 17. mars 2011
Alger svik við fyrningarleiðina!
Fréttablaðið segir í dag frá nokkrum atriðum nýs frumvarps um fiskveiðistjórnunarkerfið.Ef blaðið segir rétt frá er ætlunin að svíkja algerlega fyrningarleiðina,sem lofað var fyrir síðustu kosningar.Blaðið segir,að ætlunin sé að setja 8-10% af heildaraflamarki í potta fyrir landsbyggðina.Látið er líta út sem hér sé um stórt skref að ræða en þetta er í raun sama magn og nú þegar er utan aflamarkskerfisins en það eru nú 8% sem eru fyrir byggðakvóta,strandveiðar o.fl.Blaðið segir,að mjög sé horft til meginsjónarmiða kvótanefndarinnar en það þýðir að afhenda á kvótakóngunum aflaheimildir,sem þjóðin á,til margra áratuga.Verði það gert er búið að festa í sessi hið rangláta kvótakerfi og eignarhald kvótakónganna á því um langa framtíð.Betra er þá að hafa óbreytt kerfi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.