Landsvirkjun fær lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum

Landsvirkjun hefur gert lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann (NIB) upp á 8,6 milljarða króna. Um er að ræða fyrsta lánið sem fæst fyrir framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun.

Hinsvegar er lán NIB háð því skilyrði að önnur fjármögnun fáist að smíði virkjunarinnar. Í því sambandi má benda á að Evrópski fjárfestingarbankinn hefur ítrekað frestað því að taka ákvörðun um lán til Búðarhálsvirkjunnar á meðan að Icesave deilan er óleyst.

Í tilkynningu segir að lokagjalddagi lánsins er 2027 og ber lánið Libor millibankavexti auk hagstæðs álags.  Lánið er mikilvægur áfangi í heildarfjármögnun Búðarhálsvirkjunar en Landsvirkjun hefur unnið að fjármögnun verkefnisins á undanförnum misserum. Vonir standa til að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar ljúki fljótlega. Lánið er hið fyrsta sem bankinn veitir til íslensks fyrirtækis eftir október 2008.

„Lánið er stór áfangi í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar og við erum skrefi nær í að ljúka fjármögnun verkefnisins. Lánveiting bankans endurspeglar mikið traust á fyrirtækinu, en staða Landsvirkjunar hefur sjaldan verið sterkari,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar í tilkynningunni.(visir.is)

Þetta eru góðar fréttir. Og vonandi lofa þær góðu um möguleika á lánum annars staðar svo sem hjá Evrópska fjárfesatingarbankanum.

 

 

Björgvin Guðmnundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband