Lífeyrir öryrkja langt undir neysluviðmiði

Lilja Þorgeirsdóttir,framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um kjör öryrkja.Þar sýnir hún fram á,að lífeyrir öryrkja frá almannatryggingum er langt undir dæmigerðu neysluviðmiði.Einhleypur öryrki hefur 159.642 kr. eftir skatt frá  TR en dæmigert neysluviðmið fyrir hann er 292 þús.kr. Einhleypur öryrki með 1 barn fær 203 þús. frá TR en dæmigert neysluviðmið er 384 þús. Og einhleypuyr öryrki með 2 börn fær 247 þús. frá TR en dæmigert neysluviðmið er 464 þús. kr. á mánuði. Af þessum tölum sést,að tryggingabætur öryrkja eru langt undir dæmigerðu neysluviðmiði og því verður að leiðrétta lífeyri öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband