Föstudagur, 18. mars 2011
Kvótakerfið:Stöðvum svikin!
Eiríkur Stefánsson sagði frá því á Útvarpi Sögu í morgun,að ætlunin væri að afhenda kvótakóngunum sjávarauðlindina til 15 ára samkvæmt nýju frumvarpi sem lagt yrði fram á næstunni. Hann sagði,að ekki ætti að hækka auðlindagjaldið neitt.Ef þetta er rétt eru í uppsiglingu hroðaleg svik.Ég trúi því tæpast að ríkisstjórn Samfylkingar og VG ætli að leigja sægreifunum veiðiheimildir landsmanna til 15 ára.Það yrði mikið verra en það kerfi,sem við búum við í dag en samkvæmt því hafa útgerðarmenn kvótana á leigu til eins árs í senn.Það verður að stöðva þessu svik með öllum tiltækum ráðum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.