Laugardagur, 19. mars 2011
Er Vilhjálmur Egilsson í pólitík?
Engu er líkara en Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA haldi,að hann sé í pólitík en ekki að hann sé embættismaður hjá Samtökum atvinnulífsins.Hann talar alltaf eins og stjórnmálamaður. Þess er skemmt að minnast,að Vilhjálmur lýsti því yfir,að ekki væri unnt að hefja samningaviðræður um nýja kjarasamninga nema deilan um fiskveiðistjórnarkerfið yrði fyrst leyst.Og nú lýsir hann því yfir með stríðsletri í Fréttablaðinu,að við blasi mikill aukinn niðurskurður og skattahækkanir,þar eð stóriðjuframkvæmdir komist ekki í gang vegna andstöðu stjórnvalda. Iðnaðarráðherra,Katrín Júlíusdóttir mótmælti þessu í hádegisútvarpinu og sagði alrangt,að það strandaði á stjórnvöldum í þessu efni. Ríkisstjórnin hefði undirritað fjárfestingarsamning vegna Helguvíkur til þess að greiða fyrir framkvæmdum. Málið væri nú alfarið í höndum orkufyrirtækjanna,sveitarfélaga og álfyrirtækisins,sem ætlaði að byggja álverið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.