Mjög misjafn aðbúnaður á hjúkrunarheimilum

Hjúkrunarheimilin í landinu hafa sætt gagnrýni að undanförnu.Aðbúnaður er þó mjög misjafn og víða til fyrirmyndar. Miklar endurbætur hafa verið gerðar  á Hrafnistu í Reykjavík þar sem tvö eins manns herbergi eru gerð að einu og verður þá 27 fm² með WC og sturtu. Um 75% húsnæði Hrafnistu hefur verið breytt og verður reynt að ljúka þessu verki á næstu árum fáist til þess fjármagn.  Starfsemi Hrafnistuheimilanna hófst í Reykjavík 1957 og í Hafnarfirði 1977 og þóttu framúrstefnuheimili síns tíma. Nýtt 40 rýma hjúkrunarheimili við Boðaþing, sem rekið er á vegum Hrafnistu en byggt í samstarfi ríkis og Kópavogsbæjar, tók til starfa í mars 2010. Þar þykir aðbúnaður fyrir heimilismenn með því besta sem þekkist á Norðurlöndum.  Eitt af hlutverkum sjúkratrygginga Íslands er að gera þjónustusamninga við hjúkrunarheimilin og skyldi svo verða um áramót 2010/2011. Miklar vonir voru bundnar við gagnkvæma samninga þar að lútandi og að mál færu að komast á hreint en nú hefur þessum málum verið skotið á frest. Í reglugerð 422/1992 kemur fram hvaða þjónustu öldrunarstofnanir  eiga að veita.. Á sl. þremur árum hafa af ríkisins hálfu daggjöld til hjúkrunarheimila verið lækkuð og af 46 hjúkrunarheimilum á landinu hefur 21 heimili fengið kröfu ríkisvaldsins um að fækka um 76 heimilismenn. . Stjórnendur Hrafnistu vilja 

 í ljósi þess að enn verður bið á samstarfi við Sjúkrastofnun Íslands að strax verði skipuð samstarfsnefnd af hálfu ríkisvaldsins ásamt fulltrúum hjúkrunarheimila til að fara yfir og ganga frá nýjum skrifuðum texta þeirrar þjónustu sem veita skal á hjúkrunarheimilum í stað núgildandi reglugerðar frá 1992.

Mér líst vel á þá kröfu.Það þarf að bregðast við gagnrýni fagmanna á aðbúnaði hjúkrunarheimila og bæta úr þar sem þess er þörf.

Björgvin Guðmundsson


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband