Mánudagur, 21. mars 2011
Lilja og Atli ganga úr þingflokki VG
Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Fréttamannafundur þar sem þau tilkynntu úrsögn sína hófst klukkan 11.30 í Alþingishúsinu. Þingflokksfundur VG var fyrr í morgun. Ágreiningur hefur um langt skeið verið á milli Atla og Lilju og flokksforystu Vinstri grænna um nokkur grundvallarmál ríkisstjórnarinnar. Atli sagði að þau hafi tilkynnt úrsögn sína á þingflokksfundinum. Ágreiningurinn náði hámarki við afgreiðslu fjárlagafrumvarpið. Þau geti ekki stutt ríkisstjórnina skilyrðislaust eins og farið hafi verið fram á af flokksforystunni. Lilja segir að að þau Atli gagnrýni að ríksstjórnin standi vörð um fjármagnseigendur og stefnu AGS en ekki um velferðarkerfið. Fjárlagagerðin hafi verið ólýðræðisleg og forysta flokksins sé orðin að málpípu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Icesavemálið hafi verið ein sorgarsaga. Þrýstingur hafi verið á þingmenn um að samþykkja fyrri Icesave samninginn. Þá séu þau mjög ósátt við undirbúningsferlið að aðildarumsókn að ESB. Þá sakna þau þess að ekki hafi skapast betri stjórnmálamenning hér á landi. Hér ríki enn foringjaræði og sé forysta VG ekki þar undanskilin. Þau standi vaktina um stefnumál VG á þingi og eru ekki á leið úr flokknum þó þau hafi sagt sig úr þingflokknum. Þau vilja ekki svara því hvort þau verji ríkisstjórnina vantrausti. (visir.is)
Þetta kemur ekki alls kostar á óvart. Lilja Mósesdóttir hefur í raun verið lengi í stjórnarandstöðu.Það kemur ef til vill meira á óvart með Atla.Eftir sem áður hefur stjórnin meirihluta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.