Mánudagur, 21. mars 2011
Vissu þau Lilja og Atli ekki um foringjaræðið?
Úrsögn Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar kemur ekki mikið á óvart.Þau færa m.a. þau rök fyrir úrsögn sinni,að það ríki foringjaræði hjá VG.Það eru engar nýjar fréttir,að foringjaræði ríki í stjórnmálaflokkunum.Það hefur verið svo um langt skeið og ábyggilega hefur Atla verið vel kunnugt um það en vera kann,að Lilja hafi verið svo græn,að hún hafi ekkert vitað um foringjaræði.Þá segja þau,að ekkert hafi verið reynt að semja við þau eftir að þau sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins! Þess hefur orðið vart,að Lilja Mósesdóttir lítur nokkuð stórt á sig. Hún telur,að vegna þess að hún er hagfræðingur eigi að taka meira tillit til hennar en annarra þingmanna VG.En þetta er misskilningur og ókunnugleiki hjá henni. Hagfræðingar hafa aðeins eitt atkvæði í þingflokki VG eins og aðrir þingmenn. Lilja hefur ekki áttað sig á því,að það verður að afgreiða mál í stjórnmálaflokkunum á lýðsræðislegan hátt,þe. með atkvæðagreiðslum þegar ágreiningur er en ekki þannig,að þeir sem hafi meiri menntun ráði meiru. Atli Gíslason veit þetta allt en fylgir Lilju af einhverjum ástæðum. Það var ekkert sjálfsagður hlutur að sest yrði að samningum við Lilju og Atla eftir að þau hlupust undan merkjum við afgreiðslu fjárlaga.Þau brutu af sér en ekki flokksforustan.
Ég er sammmála því að dregið verði úr foringjaræði en það verður ekki gert með því að einn eða tveir þingmenn hlaupi út undan sér. Það verður gert á flokksþingi eða landsfundi.Unnt er að samþykkja nýjar reglur á flokksþingum og landsfundum um að formenn flokkanna ráði ekki jafnmiklu og þeir gera nú varðandi skipan ráðherra og stjórnarmyndun eins og nú tíðkast.Ákveða mætti að fagnefndir tilnefndu ráðherra og setja mætti margvíslegar reglur um aukið lýðræði í flokkunum. Ég efast um að þau Lilja og Atli hafi flutt nokkrar tillögur um aukið lýðræði í VG.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er alltaf best að vinna innan flokka. Nú hafa þau ekkert að segja innan þingflokks VG.
Það verður virkilega áhugavert að sjá hvernig floksststarfið hjá VG muni verða eftir þetta.
Það er ekki gott ef flokkurinn splundrast.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.