Þriðjudagur, 22. mars 2011
Suðurkjördæmi vill,að Atli segi af sér
Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með að þingmaðurinn skuli ekki hafa rætt fyrirætlanir sínar við stofnanir og grasrót flokksins í kjördæminu. Þrátt fyrir yfirlýsingar Atla um að starfa á Alþingi eftir stefnu VG, telur stjórnin að um trúnaðarbrest sé að ræða þannig að Atla Gíslasyni sé ekki lengur sætt í umboði kjósenda VG á Suðurlandi. Ennfremur lýsir stjórnin yfir stuðningi við ríkisstjórn VG og Samfylkingar.(ruv.is)
Samkvæmt þessu hafa bæði flokksfélög VG í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi harmað úrsögn Atla úr þingflokki VG og óskað eftir að hann segi af sér.Verður honum illa sætt á þingi eftir það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.