Suðurkjördæmi vill,að Atli segi af sér

Stjórn kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi sendi frá sér ályktun í kvöld þar sem hörmuð er úrsögn Atla Gíslasonar, þingmanns kjördæmisins, úr þingflokki VG.

Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með að þingmaðurinn skuli ekki hafa rætt fyrirætlanir sínar við stofnanir og grasrót flokksins í kjördæminu. Þrátt fyrir yfirlýsingar Atla um að starfa á Alþingi eftir stefnu VG, telur stjórnin að um trúnaðarbrest sé að ræða þannig að Atla Gíslasyni sé ekki lengur sætt í umboði kjósenda VG á Suðurlandi. Ennfremur lýsir stjórnin yfir stuðningi við ríkisstjórn VG og Samfylkingar.(ruv.is)

Samkvæmt þessu hafa bæði flokksfélög VG í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi harmað úrsögn Atla úr þingflokki VG og óskað eftir að hann segi af sér.Verður honum illa sætt á þingi eftir það.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband