Sunnudagur, 3. apríl 2011
Fylgi Besta flokksins hrynur
Fylgi Besta flokksins hefur hrunið frá því í sveitarstjórnarkosningum samkvæmt könnun Gallups og fréttastofa RÚV greindi frá.
Þar kemur fram að flokkurinn njóti nú 19 prósenta fylgis og fengi ef kosið væri nú, helmingi færri borgarfulltrúa en þá samkvæmt nýrri könnun Gallups.
Besti flokkurinn var sigurvegari síðustu borgarstjórnarkosninganna og hlaut 35 prósenta fylgi. Fylgið hefur því fallið um 16 prósentustig.
Fylgi Samfylkingarinnar eykst um tvö prósentustig frá kosningunum og er nú 21 prósent. Meirihlutinn heldur ekki velli. Fengi samtals sex fulltrúa, þrjá hvor flokkur. Samfylkingin heldur sínum mönnum en fulltrúum Besta flokksins fækkar úr sex í þrjá.
Sjálfstæðisflokkurinn bætir mest við sig, eða fimm prósentu, og mælast nú 40 %. Vinstri græn mega vel við una en flokkurinn fékk 7 prósent í kosningunum fyrir tíu mánuðum en fengju nú 13 prósent.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.