Rætt um kaup og kjör í samningaviðræðum í dag

Forseti Alþýðusambandsins segir áherslu lagða á að kaupmáttur verði aukinn og lægstu laun hækkuð í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. Útspil atvinnurekenda hingað til í launaviðræðum hafi ekki verið fullnægjandi.

Fulltrúar atvinnurekanda og launþega hittast í Karphúsinu síðdegis til að ræða kaup og kjör í komandi kjarasamningum. Áður verða þó ræddar athugasemdir aðila vinnumarkaðarins við yfirlýsingu stjórnvalda sem átti að liðka fyrir gerð langtímasamninga á almennum vinnumarkði.


Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir áhersluna einkum lagða á að bæta kjör og auka kaupmátt. „Það er alveg ljóst og hefur legið ljóst fyrir að við erum annars vega að leggja áherlsu á það að kaupmáttur almennings fari hækkandi á þessu samningstímabili. Það þýðir að útspil atvinnurekanda sem hefur miðast að því að halda kaupmætti óbreyttum gengur ekki og það þarf að vera eitthvað meira í pottinum en það. Jafnframt er líka ljóst að menn vilja sá útfærslu sem felur í sér kjarajöfnun,“ segir Gylfi.


Hann segir útspil atvinnurekanda í viðræðum um kaup og kjör hingað til ekki nægjanleg.


„það er ljóst að það þarf meira til en atvinnurekendur hafa verið að orða. jafnframt þarf að leggjast yfir útfærslu á því hvernig við komum til móts við þá tekjulágu,“ segir hann.(ruv.is)

 

Vonandi næst góður árangur í dag.SA hefur verið að orða 7-8% kauphækkun á 3 árum en ASÍ telur það of lítið.Fram til þessa hefur of mikill tími farið í mál,sem ekki heyra undir aðila vinnumarkaðarins eins og  sjávarútvegsmálin (kvótakerfið).Það eru launamálin,sem skipta mestu máli enda þótt kaupmáttur skipti þar meira máli en krónutala launa.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband