Þriðjudagur, 5. apríl 2011
Óábyrg afstaða formanns Framsóknar
Þegar samningaviðræður stóðu fyrir dyrum um Icesave 3 var lögð mikil áhersla á að hafa stjórnarandstöðuna með í ráðum um það hvernig staðið yrði að samningaviðræðum. Stjórnarandstaðan,gott, ef það var ekki Sigmundur Davíð,formaður Framsóknar,stakk upp á því að Lee Bucheit yrði fenginn sem formaður samninganefndar Íslands,þar eð hann væri einn fremsti samningamaður heims.Þetta var samþykkt og stjórnarandstaðan fékk fulltrúa í samninganefndina,Lárus Blöndal.Hvert skref í samningaviðræðunum var síðan tekið í nánu samráði við stjórnarandstöðuna. Það var af þessum sökum,sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að styðja niðurstöðu samningaviðræðnanna.Honum fannst hann eiga nokkuð í niðurstöðunni..Og það var vissulega rétt. Stjórnarandstaðn átti hlut að máli og hún gat ekki hlaupið frá málinu á síðustu stundu. Bjarni Benediktsson ákvað að axla ábyrgð og þess vegna stóð hann að samkomulaginu. En Sigmundur Davíð,formaður Framsóknar,hljóp út undan sér og vildi ekki styðja samkomulagið.Spyrja má hvers vegna hann studdi samningaviðræður og ákveðið fyrirkomulag þeirra ef hann ætlaði að leggjast gegn niðurstöðunni.
Afstaða Sigmundar Davíðs,formanns Framsóknar er óábyrg.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.