Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Takmarkalaus frekja atvinnurekenda
Maður nokkur,sem hafði íbúð á leigu var búinn að vera svo lengi í íbúðinni,að honum fannst hann gæti verið í íbúðinni ótímabundið.Hann nefndi það við húseigandann,að hann vildi fá samning um að hann mætti vera ótímabundið í íbúðinni. Daginn eftir kom hann til húseigandans og sagði:Ég get fallist á að vera aðeins 35 ár í íbúðinni.Gæti ég ekki fengið samning um það.Þetta er svipað og hjá atvinnurekendum (SA),sem segja núna,að þeir geti fallist á að hafa veiðiheimildirnar á leigu í "aðeins" 35 ár.Í dag og fram til þessa hafa þeir haft veiðiheimildir á leigu í 1 ár í einu. Frekja atvinnurekenda er takmarkalaus.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.