Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Mikið dýrara að fara dómstólaleiðina
Fólki finnst eðlilega 32 milljarðar há upphæð en það er sú upphæð,sem áætlað er að geti fallið á ríkið,ef við samþykkjum Icesave.Við fall íslensku bankanna töpuðu erlendir kröfuhafar 7350 milljörðum kr. Eða m.ö.o.: Við létum 7350 milljarða falla á erlenda banka og aðra kröfukafa. Ríkið lagði bönkunum til 210 milljarða til þess að endurreisa þá. Ríkið varð að greiða 166 milljarða vegna gjaldþrots Seðlabankans.Hvorugt var lagt undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.Endureisn Íbúðalánasjóðs kostar ríkið 50 milljarða og þannig mætti áfram telja. Bankahrunið hefur orðið ísl. ríkinu dýrt.Icesave reikningurinn er alls ekki sá stærsti af öllum þessum reikningum.Ég tel það vel sloppið frá Icesave,ef reikningurinn verður 32 milljarðar.Það er betra en að fara dómstólaleiðina,sem gæti kostað okkur allt að 456 milljarða.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.