Fimmtudagur, 7. apríl 2011
Ætla Íslendingar að kjósa verri lífskjör?
Miðað við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins verður Icesavesamkomulagið fellt með 55% gegn 45% atkvæða á laugardag.Gangi þetta eftir ætla Íslendingar að kjósa yfir sig verri lífskjör.Það er alveg víst,að þetta mun seinka hagvexti og efnahagslegri uppbyggingu á Íslandi fyrir nú utan það að afleiðing þessa gæti orðið að mörg hundruð milljarðar féllu á Íslendinga.
Talið er víst,að skuldatryggingarlag Íslands muni hækka ef Icesave verður fellt en auk þess er erfitt og sums staðar ókleift að fá erlend lán með Icesave óleyst.Enn er tími til stefnu til þess að bjarga málum og samþykkja Icesave.Það þýðir betri lífskjör.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eina sem þarf hérna á íslandi er fólk í stjórn sem getur tekið ákvarðanir þá er hægt að rífa okkur upp í stöðnuninni á stuttum tíma. Samningurinn verður felldur og við höldum haus öll sem eitt og lifum með það að hafa ekki látið troða á okkur. Ég bendi á að lán geturðu fengið hjá fleirum en evrópulöndum en lán er ekki það sem við þurfum, nóg komið af þeim.
Tryggvi Þórarinsson, 7.4.2011 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.