Icesave: Reikningurinn getur farið í 0

Upplýst hefur verið,að þrotabú Landsbankans hafi sett Iceland verslunarkeðjuna í Bretlandi í sölu.Hér er um mjög verðmætt fyrirtæki að ræða,sem um 200 milljarðar  gætu fengist fyrir.Fjármálaráðherra gerði málið að umtalsefni á fundi og gær og sagði,að við sölu Iceand food mundi ekki aðeins fást nóg til þess að borga höfuðstól Icesave að fullu heldur einnig alla vextina.Þrotabú Landsbankans gæti þá greitt Icesave skuldina að fullu.Hér er að sjálfsögðu miðað við að Íslendingar samþykki samning alþingis og segi já á morgun.Þá gæti  reikningurinn farið í 0 og rúmlega það.Ef hins vegar samningurinn verður felldur mun málið fara fyriir dómstóla og getur endað með mun meiri kostnaði fyrir Ísland.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband