Jóhanna hafnar afarkostum SA í kvótamálinu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafnaði afaskostum SA í útvegsmálum á aðalfundi samtakanna í gær. Jóhanna sagði,að  ekki kæmi til greina að festa í sessi  forgang núverandi kvótahafa  í lokuðu kerfi næstu áratugina.Hún kallaði kröfur SA um að leysa á  nokkrum dögum áratuga ágreining um sjávarútvegsmál óbilgjarnar.

 Ég er ánægður með málflutning Jóhönnu og tel ,að hún hafi svarað  SA á réttan hátt.Það lýsir SA og LÍU  vel,að samtökin hafi kallað  útspil sitt sáttatillögu,þegar tillagan fjallaði um það að útvegsmenn fengu kvótana á leigu til 35 ára.Tillaga SA lýsti takmarkalausri frekju atvinnurekenda.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sammála Björgvin það lýsir einstakri frekju og yfirgangi þegar hagsmuna samtök sem notið hafa einokunar stöðu í þjóðfélaginu leyfa sér að fara svona fram gegn Ríkisstjórn og þjóðinni.

þyrfti að binda endi á þetta kvótakerfi og taka upp Sóknarmark til að koma í veg fyrir þá þróun að færa eignina lengra og lengra frá sjómönnunum og þjóðinni í átt til erlendra aðila. 

Ólafur Örn Jónsson, 8.4.2011 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband