Góð kjörsókn í dag

Kjörsókn í Suðurkjördæmi var rúm 32% klukkan þrjú síðdegis. Það er nánast sami fjöldi og þegar kosið var um Icesave samningana 2010 en nokkuð minna en í Alþingiskostningunum 2009. Það sama á við um flest önnur kjördæmi á landinu. Í Suðvesturkjördæmi hafa rúm 31% kosið. Þar er sami fjöldi og þegar kosið var um Icesave í fyrra.

Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur klukkan tvö var nokkuð góð að sögn formanna yfirkjörstjórna en þó heldur minni en í Alþingiskosningunum 2009. Kjörsókn er þó ívið meiri en þegar kosið var um Icesave samningana 2010. Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu rúm 24% kosið en í Reykjavíkurkjördæmi norður hafa tæp 22% kosið. Í Norðvesturkjördæmi er kjörsóknin um 30%.


Á Akureyri höfðu 25% kosið klukkan tvö. Þetta er nánast sama kjörsókn og í Alþingiskosningunum 2009.(ruv.is)

 

Mikil spenna rikir vegna kosninganna,þar eð erfitt er að sjá úrslitin fyrir.Þær geta farið á hvorn veginn sem er.Ef já verður ofan á er Icesave sennilega búið þar eð þrotabúið mun þá standa straum af allri eða mestallri Icesave skuldinni.En nei verður ofan á verðum við með þetta óleysta bandamál næstu árin.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Nei Björgvin við eru að kjósa um Icesace samning III , sem er hræðilegur sem þú sæir ef þú lest hann , þessi samningur er afsal á Íslandi við getum farið og lokað þessu landi ef það verður sagt JÁ.

Skilanefmd Landsbankans á að borga þetta þeigjandi og hljóðarlaust ...gera síðan upptækar allar eignir Björgólfa og láta það ganga upp í þetta Icesave rug og láta svo okkur almenning í þessu landi í friði.

Með því að segja Já eru líkur fyrir því að ríkissjóður verði gjaldþrota og eignir okkar íslendingar verði teknin lögtaki (samkvæmt icesave samningi) upp í samninginn.

Ég skil ekki í fólki að gefa sér ekki tími til að lesa samninginn, hér er mikið í húfi.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.4.2011 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband