Forsetinn segir,að það sé uppsveifla í íslensku atvinnulífi!

Forseti Íslands,Ólafur Ragnar Grímsson,efndi til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag,um þjóðaratkvæðagreiðsluna í gær. Hann sagði þar,að það væri mjög margt að gerast í íslensku atvinnulífi og erlent fjármagn væri að koma inn í íslensk fyrirtæki. Var á forsetanum að skilja að það væri þegar uppsveifla í íslensku atvinnulífi og meira að gerast í atvinnumálum hér en í öðrum löndum Evrópu sem lent hefðu í kreppunni.Kvað hér við annan tón en hjá SA og öðrum samtökum atvinnulífsins og hjá stjórnarandstöðunni.En fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa sagt,að hér væri nú alger stöðnun og ekkert að gerast í íslensku atvinnulífi.Forsetinn nefndi m.a. sem dæmi fjárfestingu RIO Tinto í stækkun álverksmiðjunnar en sú stækkun var fyrir löngu ákveðin. Einnig nefndi Ólafur Ragnar fjárfestingu í Eimskip,Marel og Össur. Öll þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt,að þau starfa á erlendum vettvangi og raunar er starfsemi Marel og Össurar mest erlendis.

Vonandi hefur forsetinn rétt fyrir sér í því,að unnt sé að fá erlent fjármagn og erlenda fjárfestingu til Íslands þrátt fyrir höfnun á Icesave.Það virðist þó ekki raunin með Landsvirkjun og Orkuveituna.Lánveiting til Landsvirkjunar er bundin því skilyrði,að Icesave leysist. Ella verða kjör á láni til  Landsvirkjunar  með mjög óhagstæðum kjörum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband