Sunnudagur, 15. maí 2011
Harpa er falleg og okkur til sóma
Formleg opnun Hörpu var á föstudagskvöld að viðstöddum fjölda gesta.Katrín Jakodsdóttir menningarmálaráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri fluttu ávörp við það tækifæri en ríki og borg eiga húsið.Opnunarhátíðin var hin glæsilegasta eins og hæfir húsinu en Harpa er mjög fallegt og glæsilegt hús. Tónlistarmenn róma tóngæðin í aðalsalnum, Eldborginni.Þeir hafa aldrei áður eignast tónlistarhús með eins miklum tóngæðum.Hún mun eins gott og þau gerast best erlendis.
Við getum verið stolt af Hörpu.Húsið og sú menningarstarfsemi,sem fram fer í því ætti að geta lyft anda Íslendinga upp eftir volæði kreppunnar. Það er tími til kominn.Nokkar deilur hafa verið um húsið,einkum að það hafi verið of dýrt.Okkur var mikill vandi á höndum þegar kreppan skall á og byggingarframkvæmdir við Hörpu stöðvuðust.Það voru einkaaðilar,sem hleyptu byggingarframkvæmdum sf stokkunum en þeir komust í þrot. Hið opinbera stóð frammi fyrir því hvort láta ætti húsið standa ófulllgert og undir skemmdum eða hvort ljúka ætti framkvæmdum og koma því í gagnið. Ríki og borg völdu síðari leiðina.Ég tel,að það hafi verið rétt ákvörðun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.