Mánudagur, 16. maí 2011
Forréttindi kvótakónganna fest í sessi.Gengur gegn kosningaloforðum
Stjórnarflokkarnir lofuðu að innkalla allar aflaheimildir á allt að 20 árum (fyrningarleið) og úthluta þeim á ný á sanngjarnan og réttlátan hátt, þannig að nýir aðilar kæmust inn í greinina og dreifðar byggðir út um land fengju veiðiheimildir á ný.Samkvæmt því frumvarpi sem lagt hefur verið fram á að úthluta 92% af veiðiheimildunum(sama og áður) til útgerðarmanna til 15 ára(nýtingarréttur).Þessi hugmynd um að festa forréttindi kvótakónganna til langs tíma er alger svik á kosningaloforðum Samfylkingarinnar í málinu.Ef þetta verður að veruleika er verr af stað farið en heima setið, þar eð í stað þess að fá veiðiheimildir til eins árs í senn eins og nú fengju útgerðarmenn veiðiheimildir í 15 ár.Samfylkingin lagði áherslu á það í kosningastefnuskrá sinni, að forrettindi útgerðarmanna í kvótamálum yrðu afnumin.Það gengur þvert á stefnu Samfylkingarinnar að festa í sessi til langs tíma forréttindi kvótakónganna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er með endemum og enn ein kosningasvikin.
ESB málið, þvert gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnr gengur fyrir öllu. Í þessu eina máli þar sem Ríkisstjórnin hafði virkilega meirihluta þjóðarinnar með sér þar guggna þeir og koma með einhverja handónýta moðsuðu.
Allt er svikið til þess eins að koma þessu ESB máli í gegn !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.