Mánudagur, 16. maí 2011
Atkvæðagreiðsla um aðild að ESB 2013
Utanríkisráðherra,Össur Skarphéðinsson,flutti skýrslu um utanríkismál á alþingi í gær.Hann ræddi m.a. umsókn Íslands um aðild að ESB í skýrslu sinni.Fram kom í umræðunni,að aðildarviðræðum mundi væntanlega ljúka í júní á næsta ári.Síðan tæki við kynningarferli,sem tæki ef til vill hálft ár. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið mundi því ekki geta farið fram fyrr en 2013.Bjarni Benediktsson (D) sagði í umræðunni,að hann teldi,að ríkisstjórnin ætlaði ef til vill að tefja viðræðurnar og draga þær svo lengi,að þjóðaratkvæðagreiðslan færi ekki fram fyrr en eftir þingkosningar 2013. Þessu neitaði utanríkisráðherra. Hann sagði,að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði örugglega fyrir þingkosningarnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.