Þriðjudagur, 17. maí 2011
Þuríður Backman:Þeir fá sömu tonnin áfram til leigu í 15 ár og 8 árum betur,ef...
Þuríður Backman,þingflokksformaður VG,lýsir vel óbreyttu kvótakerfi útgerðarinnar í Mbl. í dag.Hún segir:Menn tjá sig eins og verið sé að taka af þeim kvótaeign þeirra,sem fari þó bara eitthvað annað.En þeir,sem eru handhafar kvóta í dag,nýja kerfið ,byggist auðvitað á því að þeir fái sömu tonnin áfram til leigu í 15 ár og 8 árum betur ef.....Þannig að þetta eru 23 ár,sem menn halda sínum veiðiheimildum.Það er því ekki verið að kippa fótunum undan neinum.
Hér talar stjórnarliði tæpitungulaust og viðurkennir að það á að láta kvótakóngana fá sömu veiðiheimildir áfram,ekki til 1 árs,nei til 15 eða 23ja ára.Það er von,að LÍÚ væli.Þannig endar fyrningarleið Samfylkingarinnar og stjórnarflokkanna.Hún endar í því að það á að afhenda kvótakóngunum kvótana í 15-23 ár.Því var lofað að forréttindi sægreifanna yrðu afnumin.En þau eru fest í sessi og til lengri tíma en áður.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.