Ekki farið að leggja kvótafrumvörpin fram á þingi enn

Formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis segir að kvótafrumvörp sjávarútvegsráðherra verði lögð fram innan skamms. Þingmaður Sjálfstæðisflokks gagnrýndi hve seint frumvörpin kæmu, engin efnisleg umræða gæti átt sér stað fyrr.

Frumvörp sjávarútvegsráðherra um kvótakerfið eru margboðuð á Alþingi og hafa enn ekki verið lögð fram. Stutt er eftir af vorþingi og því ekki mikill tími til stefnu. Íris Róbertsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokks spurði um þetta mál á Alþingi í dag í ljósi fullyrðinga fjármálaráðherra í gær um að Sjálfstæðismenn töluðu um breytingar á kvótakerfinu með upphrópunum.

Virðulegi forseti eru frumvörpin tilbúin, hvenær er ætlunin að leggja þau fram og hvernig á efnisleg umræða um eitthvað að geta átt sér stað nema að háttvirtir þingmenn geti kynnt sér það," sagði Íris á Alþingi í dag.

Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður sjávarútvegsnefndar sagðist fagna þeim tímamótum að loksins væru þessi frumvörp væntanleg."Þessi tvö frumvörp koma á dagskrá þingsins innan skamms. Það er búið að afgreiða þau úr þingflokkunum og þau komin í sinn hefðbundna feril og komast vonandi á dagskrá hér sem fyrst. Í þessari viku vona ég að minnsta kosti annað frumvarpið komist á dagskrá."(ruv.is)

Miðað við hvað handónýt þessi frumvörð eru mega þau dragast mín vegna lengi.Útlit er fyrir,að stærra frv. verði ekki afgreitt fyrr en í haust. Það  gefst þá ef til vill tækifæri til þess að umbylta frumvarpinu og bæta það svo það verði tækt. Það er ekkert gagn í frv. eins og það er nú.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband