Fimmtudagur, 19. maí 2011
Fyrningarleiðin í framkvæmd:Kvótahafar fá nær allar aflaheimildir til 15 ára og hugsanlega 8 ár til viðbótar!
Kvótafrumvörpin hafa verið lögð fram á alþingi.Þar kemur það fram,sem greint hafði verið frá áður,að ætlunin er að láta kvótahafa fá veiðiheimildirnar til 15 ára,með möguleika á framlengingu í 8 ár.Þetta þýðir í rauninni það,að þeir,sem hafa veiðiheimildirnar í dag og hafa haft þær til eins árs í senn,fá þær nú framlengdar í 15 ár og hugsanlega 8 ár til viðbótar.Þannig framkvæmir Samfylkingin stefnumál sitt um fyrningarleið í sjávarútvegi.Kvótahafar hafa haft 92% allra aflaheimilda á leigu og þeir munu hafa jafnmikið áfram til ráðstöfunar a.m.k. fyrst um sinn en eftir 15 ár munu þeir hafa 85% aflaheimilda.8% fara í potta strax (eins og verið hefur) en 15% fara í potta eftir 15 ár.Nokkrir ljósir punktar eru í frv.: Bannað verður að veðsetja aflaheimildir og framsal varanlegra aflaheimilda verður bannað.Aflagjald eða auðlindagjald hækkar. Það verður ca. 5 milljarðar á ári en er nú 3 milljarðar.Þetta er alltof lítil hækkun.Það hefði átt að hækka gjaldið í a.m.k 50 milljarða og jafnvel í 80 milljarða.Hér er um það mikilvæga auðlind að ræða að afnot af henni eiga að kosta verulega fjármuni.Vonandi gerir alþingi nauðsynlegar breytingar á frumvörpunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.