Kvótinn: Ríkisstjórnin gerir þveröfugt við það sem hún lofaði

Í núgildandi lögum um stjórn fiskveiða segir svo í 1.grein:Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturfallanleg forréttindi einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Þrátt fyrir þessi skýru ákvæði í núgildandi lögum um eignarrétt þjóðarinnar á nytjastofnum  fisks á Íslandsmiðum er því nú haldið fram við framlagningu frumvarpa um stjórn fiskveiða,að  tilgangur þeirra sé að tryggja eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni.Það er blekking.Núgildandi lög tryggja algerlega eignarhald  þjóðarinnar á nytjastofnunum.Hins vegar þurfti að hnekkja forréttindum kvótakónganna til nýtingar veiðiheimilda. En þar brást ríkisstjórnin.Í stað þess að hnekkja forréttindum kvótakónganna  eru þau fest í sessi.Ríkisstjórnin gerir í því efni þveröfugt við það sem hún lofaði að gera,þegar hún tók við völdum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband